um hönnuð
Arna býður uppá hágæða heildarhönnun fyrir heimili og fyrirtæki
og er ávallt lögð mikil áhersla á gott efnisval og vandaðan frágang er kemur að hönnun innréttinga og húsgagna. Rýmin eru fáguð, þægileg og sniðin til að endast vel.Arna útskrifaðist úr KLC School of Design London árið 2009 og hlaut verðlaun fyrir bestu textílhönnun og viðurkenningu fyrir besta lokaverkefni ásamt hópi sínum. Að útskrift lokinni starfaði Arna hjá tveimur virtum hönnunarstofum í London og auðnaðist mikil og dýrmæt reynsla í hönnun og verkefnastjórnun.
Reynslan liggur í hönnun heimila, veitingastaða, hótela og fyrirtækja.